Stefanía Sigurbjörnsdóttir var að vonum ánægð þegar henni bárust fréttir af því að hún hefði unnið vinning í Happdrætti SÍBS.
Fékk Stefanía sent SMS frá SÍBS þar sem stóð. “Til hamingju! Happdrætti SIBS hefur póstsent vöruvinning kr. 30.000. Takk fyrir stuðninginn”.
Þegar Stefaníu barst úttektarkort með inneign í Hagkaup var hún ekki ánægð, enda verslar hún ekki í Hagkaup.
Það má einnig benda á að SÍBS er fyrir alla landsmenn og Hagkaup aðeins með verslanir á Akureyri og Selfossi fyrir utan stór-Reykjarvíkursvæðið.
Eftirfarandi færslu ritaði Stefanía á facebooksíðu sína um samskipti sín við SÍBS.
“Ég upplifði svolítið skrýtið. Skrýtið sagði ég þar sem ég vann í happdrætti , ekki einu sinni heldur tvisvar. Þetta var í happdrætti SIBS þar sem ég hef átt miða lengi (mjög lengi).
Nú ég fékk tilkynningu með hamingju óskum um að ég hefði unnið 30 þúsund kr. og fengi úttektarkort sent í pósti. Allt í góðu með það. Fannst samt skrýtið að senda þetta í pósti án ábyrgðar.
Ég ákvað að fara í Costco og kaupa mér nýtt sjónvarp þar sem ég var með 60 þús i höndunum sem mig langaði að eyða. EN þegar til kom þá gilti kortið bara í HAGKAUP.
Mér fannst þetta ekki geta staðist og hringdi í SIBS og var tjáð að þannig væri þetta bara. Ef ég hefði unnið 25 þúsund, 50 þúsund eða 500 þúsund þá hefði ég fengið peninginn inná reikn. minn.
Til að gera langa sögu stutta þá fór ég í happdrættið og sagði þeim að ég gæti ekki notað þessi kort það sem ég verslaði aldrei í Hagkaup og engin sem ég þekkti gerði það. Ég fór framá að fá að skila kortunum en það var ekki hægt. Þá bað ég um að fá 25 þúsund kr vinning í stað 30 þúsund EN það var ekki heldur hægt.
Ég sagði EN þið hljótið að græða á því. Svarið var þetta er vöruhappdrætti og allir 30 þúsund kr vinningarnir eru útt. í Hagkaup. Aðrir vinningar eru greiddir inná reikn viðkomandi vinningshafa. Þar með fór ég út í fússi.
Er ekki eitthvað bogið við þetta eða hvað finnst ykkur? Td. Hvað ef útt. væri í Hamborgarafabrikkunni? Hvers á sá að gjalda sem býr td. á Langanesi!!!!!!”.
Mynd/ samansett