Segja má að hlutverkum hafi verið snúið við í kennslustund í upplýsingatækni í gær. Nemendur voru átta eldri borgarar frá Siglufirði en kennarar voru nemendur í áfanganum.Nemendurnir lærðu meðal annars á Snapchat, Facebook, YouTube, tölvupóst, Safari, Garnstudio og Ravelry á þessu örnámskeiði. Sólveig L. Brinks ein þeirra sem tók þátt í kennslunni segir að þetta hafi verið ánægjuleg stund, sér hafi liðið eins og hún væri að leiðbeina afa og ömmu.

Eldriborgarar í upplýsingatækni mynd Birgitta Sigurðardóttir
Í síðustu viku undirbjuggu upplýsingatækninemendurnir sig fyrir þessa tilsögn. Þau áttu að undirbúa tvö verkefni og hafa tiltækt fjölbreytt námsefni. Það mátti vera eitthvað sem eldri borgararnir hefðu fengið kynningu á áður eða eitthvað nýtt, leikir, leit að efni á YouTube, leit að hljóðbókum eða annað.
Frétt fengin af vef: MTR
Myndir: Birgitta Sigurðardóttir