Í dag, fimmtudag kl. 18, hefst hátíðin Eldur í Húnaþingi formlega með setningu við Félagsheimilið á Hvammstanga.
Komið og sökkvið ykkur í heita súpu, tónlist, sýningar og leiki fyrir alla fjölskylduna við setningu á Eldi í Húnaþingi í sautjánda sinn. Þema hátíðarinnar í ár er „framtíðin“.
FM Trölli verður á staðnum alla helgina, sendir út beint frá völdum viðburðum og tekur fólk tali.
FM Trölli sendir út á Hvammstanga á fm 102.5, en í Skagafirði og norðanverðum Tröllaskaga á fm 103.7
Einnig má gjarnan hlusta hér á síðunni trolli.is eða í appinu “Spilarinn”.