Stefán E. Stefánsson fyrir hönd Íslenska gámafélagsins benti Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar á óásættanlega staðsetningu sorpíláta við mörg heimili í Fjallabyggð sem uppfylla ekki kröfur samþykktar um meðhöndlun úrgangs í Fjallabyggð og geri starfsmönnum félagsins erfitt að sinna störfum.
Nefndin þakkar Íslenska gámafélaginu ehf. fyrir innsent erindi og felur tæknideild að útbúa tilkynningu til íbúa þar sem þeir verði upplýstir um efni samþykktar um meðhöndlun úrgangs í Fjallabyggð. En þar kemur skýrt fram hvernig staðsetja skuli sorpílát.
Einnig hefur Trölli.is fjallað um sorphirðumál í Fjallabyggð, sjá frétt. EKKI ER HEIMILT AÐ HAFA RUSLATUNNUR Á GANGSTÉTT