Það þekkja það margir að hafa fengið sendan á sig svikapóst í allskonar formi. Oftast er pósturinn auðþekkjanlegur eins og sjá má á skjáskoti úr pósthólfi undirritaðrar.
Svikapóstur hefur verið að berast almenningi, hvort heldur í formi sms skilaboða eða með tölvupósti.
Í mörgum þessum póstum er verið að biðja móttakendur um að uppfæra persónuupplýsingar og fleira.
Oft er þetta sent eins og erindið komi frá bankastofnunum eða öðrum sem eru með viðskiptavini í þjónustu.
Grunlausir móttakendur hafa orðið við þessum erindum og hlotið skaða af, sendandinn hefur þá komist inn á bankareikninga viðkomandi og tekið umtalsvert fé út.
Mynd/pixabay