Þá erum við í Hr. Eydís með föstudagslag. Að þessu sinni er það lagið Material Girl með Madonnu.
Lagið kom út í ársbyrjun 1985 og varð fljótt alveg gríðarlega vinsælt. Lagið er líka einstaklega grípandi og svo var textinn ákaflega vel til þess fallinn að skapa deilur og umræður. Já, Madonna hefur alla tíð verið góð í þeim „leik“.
Lagið fjallar í raun um það að karlmenn þurfi að vera efnaðir til þess að vera áhugaverðir. Er það kannski málið?
Myndbandið spilaði líka inn á þennan vinkil og daðraði við samlíkingar á milli Madonnu og Marilyn Monroe. Lagið, myndbandið og samlíkingin sló svo rækilega í gegn að Madonna var uppnefnd Material Girl og samlíkingin við Marilyn Monroe fylgdi henni lengi.
En eftir stendur að lagið og útsetningin er grípandi, enda fékk Madonna til liðs við sig hinn ofurhæfileikaríka Nile Rodgers til þess að stjórna upptökum. Rodgers hafði þá nýlega stjórnað upptökum á Let´s Dance með David Bowie sem var þá uppáhaldsplata Madonnu. Nile Rodgers var til í samstarfið sem heppnaðist svona rækilega vel.
„Við höfum tekið þetta lag með Ernu Hrönn þegar við höldum ´80s tónleikapartýin okkar og það verður alltaf allt vitlaust. Það var því ekki annað hægt en að henda í YouTube-myndband með Ernu sem fór í gamalt ´80s dress tengamömmu sinnar og renndi sér í gegnum Material Girl“ Segir Örlygur Smári í Hr. Eydís.
Hlekkur á nýjasta 80´s lagið: https://youtu.be/VFQdHci8ijI
Rás hljómsveitarinnar á Youtube: https://www.youtube.com/@eydisband
Instagram: eydisband
Facebook: Hr. Eydís (hreydisband)
TikTok: eydisband
Hlökkum til föstudaga með Hr. Eydís
Kveðja, Hr. Eydís
Frétt/aðsend