Reykskynjarar hafa margoft bjargað mannslífum og forðað eignatjóni.
Nú er tími jólaskrauts að bresta á. Passið að ofhlaða ekki fjöltengi og gera ekki jólaljósin of gömul, rafmagnssnúrur verða stökkar með aldrinum og þá getur leitt saman og kviknað í.
Hér koma nokkrar spurningar sem gott er að fara yfir, og svari hver fyrir sig.
1. Er skipt árlega um batterí í reykskynjurum? Ertu búin að því fyrir þetta ár?
2. Eru reykskynjarar heimilisins orðnir of gamlir? (líftími reykskynjara er 10 ár)
3. Er til slökkvitæki á heimilinu og er það yfirfarið reglulega? (Dufttæki þarf að yfirfara árlega)
4. Er til eldvarnarteppi á heimilinu? Er það í lagi? (Árlega er gott að taka teppið úr umbúðunum, breiða úr því og setja það svo aftur í hulstrið)
5. Eru allir á heimilinu með rétt viðbrögð á hreinu? (neyðarnúmerið 112, útgönguleiðir, allir viti hvar slökkvitækið er og kunni að nota það).
6. Eru eldfæri tryggilega varðveitt og brýnt fyrir börnum að fikta ekki með eld?
7. Eru rafmagnsleiðslur, rafmagnstæki og rafmagnstöflur hússins í topplagi?
8. Eru hleðslusnúrur í lagi og ekki aldraðar eða slitnar?
9. Eru snjalltæki og tölvur ekki örugglega hlaðin við réttar aðstæður (á hörðu undirlagi)?