Út er komið lagið “I Need More” sem Eyþór Alexander og HomeStone flytja. Lagið verður leikið í þættinum Tónlistin á FM Trölla sem er á dagskrá í dag kl. 13-14.
Eyþór segir:
Lagið „I Need More“ er gamaldags funk lag og má líkja stílnum við Power of Tower. Lag og texti er eftir mig en HomeStone syngur. Lagið er komið út á Spotify og allar helstu streymisveitur.
Þetta er þriðja lagið sem ég gef út og verður alls ekki það síðasta. Lagið er búið að vera í vinnslu síðustu mánuði og því er mjög góð tilfinning að gefa það loksins út. Ég legg mikla áherslu á það að taka upp alvöru hljóðfæri bæði því það hljómar betur í þessum tónlistarstefnum sem ég er að gefa út í, og svo finnst mér það líka bara svo miklu skemmtilegra.
Kápulistin var búin til með AI og hugmyndin fengin úr textabroti úr laginu sem mér fannst koma sérstaklega vel út „I kept on climbing up till I was looking down at stars“.