Á 654. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar var lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála dags. 27.05.2020, vegna bættrar aðstöðu á tjaldsvæðum Fjallabyggðar.
Deildarstjóri tæknideildar hefur leitað upplýsinga um hvaða möguleikar eru í stöðunni þegar kemur að bætingu á aðstöðu, kaup á nýju tjaldstæðahúsi (salerni, sturta, þvottaaðstaða).
Nokkrir möguleikar voru skoðaðir en ljóst er að ekki er mögulegt að setja upp nýtt tjaldstæðahús á tjaldstæðinu á Ólafsfirði fyrir komandi sumar. Ekki er heldur mögulegt að leigja aðstöðuhús. Því telur deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála farsælustu lausn að með gistinótt á tjaldstæðinu á Ólafsfirði fylgi einn sundmiði pr. gest. Með því móti er komið til móts við gesti vegna aðstöðuleysis (sturtuleysis) og það ætti að laða fjölskyldufólk að tjaldstæðinu.
Samkvæmt gjaldskrá er verð á gistinótt kr. 1.300- en börn yngri en 16 ára gista frítt.Samkvæmt gjaldskrá er verð á sundmiða fyrir fullorðna kr. 820 og kr. 400 fyrir börn.
Bæjarráð samþykkir að með gistinótt á tjaldsvæðinu á Ólafsfirði fylgi einn sundmiði pr. gest. Með því móti er komið til móts við gesti vegna aðstöðuleysis (sturtuleysis) og það ætti að laða að fjölskyldufólk og felur deildarstjóra að útfæra nánar tillögu að tjaldsvæðahúsi.