Bæjarráð Fjallabyggðar telur í ljósi fárra sumarstarfsmanna að einsýnt sé að umhirðu grænna svæða verði ekki sinnt af þeim einum saman.
Bæjarráð felur tæknideild að kanna fýsileika þess að útvista umhirðu grænna svæða til að bregðast við ástandinu.
Bæjarráð felur einnig deildarstjóra tæknideildar að skoða kosti þess að kaupa slátturóbota og sjálfvirknivæða þannig umhirðu grænna svæða þar sem því verður við komið.