Fyrir lá erindi frá félagi eldri borgara á Siglufirði á 865. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar, þar sem fram kemur tillaga frá stjórn félagsins um að það afsali sér púttvelli til Fjallabyggðar og þar með umsjón og umhirðu vallarins.
Bæjarráð þakkaði félagi eldri borgara erindið og er umhverfis- og tæknideild falið að útfæra umsjón og umhirðu pútt-vallarins.