Fjallabyggð leitar að aðila sem hefur brennandi áhuga á málaflokki fræðslu- og frístundamála og hefur menntun og reynslu sem nýtist til þess að taka þátt í að skapa metnaðarfulla framtíðarsýn.

Starfið felur í sér umsjón með framkvæmd laga um fræðslu- og frístundamál sem og önnur verkefni sem tilheyra málaflokkunum og sveitarstjórn hefur samþykkt.
Næsti yfirmaður deildarstjóra er sviðsstjóri velferðarsviðs.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:

  • Þátttaka í mótun framtíðarsýnar og stefnumótun með hagsmunaaðilum í samræmi við stefnur og lög sem tengjast málaflokknum
  • Aðkoma að gerð fjárhagsáætlana í samvinnu við sviðsstjóra
  • Umsjón með Frístund, frístundastarfi fyrir 1. – 4. bekk í samstarfi við grunnskólann, íþróttafélög og tónlistarskólann
  • Umsjón með félagsmiðstöðinni Neon og ungmennaráði
  • Samstarf og samskitpi við íþróttafélög varðandi frístundastarf barna og unglinga
  • Umsjón með Sportabler, rafrænum frístundastyrkjum og er tengiliður við notendur
  • Ýmis önnur verkefni og samstarf til samræmis við þjónustumarkmið

Hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Haldbær starfsreynsla á sviði fræðslu- og frístundamála
  • Þekking á sviði leik- og grunnskóla
  • Reynsla af vinnu með börnum og ungmennum
  • Góð hæfni til samstarfs og samskipta
  • Brennandi áhugi á fræðslu- og frístundamálum
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
  • Metnaður til að ná árangri í starfi

Fjallabyggð er fjölskylduvænt samfélag, þar sem tími er fyrir tómstundastarf í nálægð við stórbrotna náttúru og blómlegt starf íþróttafélaga.

Umsóknarfrestur er til og með 8. ágúst 2025.

Fjallabyggð hvetur öll áhugasöm til að sækja um starfið óháð kyni. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Sótt er um starfið á www.mognum.is

Nánari upplýsingar veita Sigríður Ólafsdóttir; sigga@mognum.is og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Fjallabyggðar, bjarkey@fjallabyggd.is

Með umsókn skal fylgja greinagóð starfsferilskrá, viðeigandi námsstaðfestingar og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjenda. Þeir aðilar sem koma til greina þurfa að veita heimild til að leitað sé upplýsinga úr sakaskrá.