Frá og með 1. janúar 2021 tekur Fjallabyggð við rafrænum reikningum í gegnum heimasíðuna.

Fjallabyggð hefur undanfarin ár unnið að því að innleiða pappírslaus viðskipti. Einn liður í því er að taka á móti reikningum á rafrænu formi. Þetta hefur marga kosti í för með sér. Minni sóun verður á pappír auk þess sem sendingarkostnaður verður lítill sem enginn. Þá berast reikningar Fjallabyggð hratt og vel, en þeir eru komnir inn í bókhaldskerfi stofnunarinnar innan við tveimur tímum eftir að þeir eru sendir. Þar af leiðandi er einnig hægt að greiða reikningana mun fyrr.

Til að koma til móts við þá sem ekki hafa tök á að koma sér upp rafrænu bókhaldskerfi hefur Fjallabyggð sett upp póstsendingarkerfi á heimasíðu sinni sem heitir „Skúffan“. Þar geta þeir sem eingöngu eru með reikninga á pappír skráð þá inn og sent Fjallabyggð rafrænt. Viðmót Skúffunnar er afar einfalt og sparar bæði vinnu og tíma.

Skúffan hefur verið virk á heimasíðu Fjallabyggðar frá og með 1. desember sl. Fjallabyggð beinir þeim vinsamlegu tilmælum til viðskiptavina sinna að nýta þennan sendingarmáta.

Skúffuna er að finna efst á fjallabyggd.is undir Rafrænir reikningar.

Ef aðstoð vantar hafið samband við skrifstofu Fjallabyggðar í síma 464-9100 eða bokhald@fjallabyggd.is

Hérna má finna leiðbeiningar