Fjarðargangan sem fram fór á laugardaginn 8. febrúar tókst með eindæmum vel. Tóku alls 240 keppendur þátt og var keppnin því fullsetin, þótt mótshaldarar hafi fjölgað plássum frá því í fyrra.
Keppnishringurinn var 7,5 kílómetrar og gengu keppendur í fullorðinsflokki ýmist 15 eða 30 kílómetra. Hluti göngunnar fór fram í miðbæ Ólafsfjarðar. Magnús G. Ólafson tók myndband af göngunni úr dróna og má sjá það hér að neðan.
Í 30 km göngunni var það Arnar Ólafsson sem sigraði í karlaflokki og Veronika Guseva í kvennaflokki.
Önnur úrslit keppninnar má finna hér.
Forsíðumynd: skjáskot úr myndbandi