Frumkvæðissjóður Brothættra byggða í byggðaþróunarverkefninu Glæðum Grímsey úthlutaði nýlega rúmlega 16 milljónum króna til tólf verkefna sem sóttu um stuðning til sjóðsins.

Að þessu sinni var um að ræða tvöfalda fjárhæð til úthlutunar, þ.e. fyrir úthlutunarárin 2021 og 2022. Heildarkostnaður við verkefnin er um 55.5 milljónir króna, en sótt var um styrki að upphæð alls 23.3 m.kr.

Þetta er síðasta úthlutun úr sjóðnum í verkefninu GLG, en verkefninu lýkur í lok árs 2022.

Eftirfarandi verkefni hlutu stuðning:

Nafn umsækjanda: Nafn verkefnis:
Laufey Haraldsdóttir/Háskólinn á HólumÁbyrg eyjaferðaþjónusta í Grímsey
Kvenfélagið BaugurStarfs- og vinnuaðstaða
Hallgerður GunnarsdóttirMenntabúðir við Heimskautsbaug
Hellugjögur ehfMenningarmiðstöð – hönnun og uppbygging
Einar GuðmannPhotographing Grímsey
Vistorka ehfOrkuskipti í Grímsey – Upplýsingar og fræðsla
Muninn ehfBætt þjónusta við ferðamenn í Grímsey
Mayflor Perez CajesGrímsey Design
Gyða HenningsdóttirVörulína fyrir Grímsey
Vélaverkstæði Sigurðar Bjarnas.Hreinsunarátak
Básavík ehfGólfefnaskipti

Samtals úthlutað 16.430.000 kr.

Fjöldi og metnaður umsókna sem bárust í Frumkvæðissjóðinn endurspeglar áhuga fyrirtækja, stofnana og einstaklinga á að þróa og efla atvinnulíf og samfélag í Grímsey. 

Í bæklingi sem sækja má hér er hægt að lesa nánari útlistun á þeim verkefnum sem hlutu styrk.

Mynd/ Markaðsstofa Norðurlands