Vegna vinnu í landskerfinu verða notendur í Hrútafirði, Miðfirði, Hvammstanga, Laugarbakka, Víðidal, Fitjárdal, Vesturhópi, Vatnsnesi og Vatnsdal mögulega fyrir rafmagnstruflunum í dag, þriðjudaginn 28.júní frá kl 06:30 til kl 19:00.

Við upphaf og í lok aðgerða verða notendur fyrir stuttu rafmagnsleysi sem verður auglýst nánar síðar en á milli þess er möguleiki á truflunum en þó litlar líkur.

Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Norðurlandi í síma 528 9000 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof