Rauði krossinn í Ólafsfirði opnar fjöldahjálparmiðstöð í Hornbrekku í dag, Slysavarnadeild kvenna í Ólafsfirði aðstoðar. Þar verður boðið upp á heitan mat og hlýju.
Enn er rafmagnlaust og kalt er orðið í mörgum húsum, eru íbúar farnir að yfirgefa þau eða fá aðra aðstoð.
Búið er að ryðja allar götur í Ólafsfirði svo vel er fært um bæinn en Ólafsfjarðarvegur er ófær til Dalvíkur. Opið er á milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar.
Ef einhverjir þarfnast aðstoðar er þeim bent á að hafa samband við björgunarsveitina Tind í Ólafsfirði.
Björgunarsveitin Tindur Ólafsfirði sími 466-2050
Mynd: Guðný Ágústsdóttir