Lögreglan vil vekja athygli á að versnandi veðri á Norðurlandi.
Óskað hefur verið liðsinnis björgunarsveita vegna fjölda manns og ökutækja sem þarfnast aðstoðar.
Ófært er um Öxnadalsheiði, Siglufjarðarveg, Þverárfjall, Ljósavatnsskarð og Fljótsheiði. Þæfingsfærð er í Húnavatnssýslu og í Eyjafirði. Óvissustig er í Ólafsfjarðarmúla.
Víða er mjög slæmt skyggni vegna skafrennings.
Vegfarendur sem eru á faraldsfæti er bent á að fylgjast vel með upplýsingum á síðum Vegagerðarinnar og Veðurstofu.