Fjölskylda Orra Vigfússonar færði Síldarminjasafninu veglega gjöf á dögunum – stórt og mikið málverk úr eigu Orra og föður hans Vigfúsar Friðjónssonar, síldarsaltanda. Verkið málaði þýskur listamaður upp úr 1950, eftir ljósmynd að ósk Vigfúsar.
En málverkið sýnir miklar stæður af síldartunnum sem bíða útflutnings, milli húsa á þeim slóðum sem Vigfús rak síldarsöltun sína, Íslenskan fisk, á árunum 1953-1960. Alfonshúsið, sem um tíma var heimili fjölskyldunnar, er í forgrunni til hægri og fremstir á myndinni standa þeir feðgar, Vigfús og Orri.
Frétt og myndir: Síldarminjasafn Íslands