Í gær, föstudaginn 18. des. fékk Menntaskólinn á Tröllaskaga 4. græna skrefið.

Græn skref er verkefni á vegum Umhverfisstofnunar en fjármagnað af umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.

Stjórnandi verkefnisins í skólanum er Unnur Hafstað og hefur hún verið traustur leiðtogi og leiðbeinandi fyrir aðra starfsmenn stofnunarinnar.

Í frétt Umhverfisstofnunar segir: „Menntaskólinn leggur mikið upp úr því að vera framarlega á sviði umhverfismála og vinnur flott umhverfisstarf í bæði Grænum skrefum og Grænfánanum. Í starfi sínu horfir skólinn til sinna beinu umhverfisáhrifa með það að marki að draga úr þeim en leggur einnig mikið uppúr umhverfisfræðslu í kennslu sinni. Umhverfisstarf í nærumhverfi auk umhverfisfræðslu getur skilað sér margfalt út í samfélagið enda fara nemendur frá skólanum með dýrmæta þekkingu sem þeir nýta vonandi til að hafa jákvæð áhrif á sína framtíðar vinnustaði, skóla, fjölskyldur og svo framvegis.“

Mynd/Græn skref