Laugardaginn 15. október næstkomandi verður haldin flugslysaæfing á Akureyrarflugvelli þar sem æfð verða viðbrögð við flugslysi sem verður sviðsett. 

Þetta verður umfangsmikil æfing sem margar starfseiningar koma að, þar á meðal: starfsfólk flugvallarins, lögregla, slökkvilið, sjúkraflutningaaðilar, starfsfólk sjúkrahúss, almannavarnir, björgunarsveitir, Rauði krossinn, rannsóknaraðilar auk annarra.

Fjölmiðlar geta fengið að fylgjast með æfingunni á laugardeginum og taka myndir. Æfingin hefst kl. 14 á flugvellinum.

Þeir fjölmiðlar sem vilja senda fulltrúa á æfinguna látið vita í þetta póstfang Gudjon.Helgason@isavia.is fyrir hádegi fimmtudaginn 13. september. Það þarf aðeins fjölda fulltrúa miðilsins.