Ævintýravika UMF Glóa fór fram í vikunni og var þátttakan góð.
Lokadagur Ævintýravikunnar var á föstudaginn og var hann svo sannarlega ævintýralegur. Farið var í skógræktina á Siglufirði og lentu börnin þar í ýmsum ævintýrum.
Fetuðu þau ýmsa skemmtilega slóða, hlustuðu á skógarálfana, drukku vatn úr ánni, fengu ferskan úða af fossinum yfir sig, spangóluðu eins og úlfar, göluðu eins og hanar, sungu til sólarinnar, fóru í jóga, létu trjágreinar sigla niður ána og svo fundu þau fjársjóð!
Umsjónamenn voru hjónin Kristín Anna Guðmundsdóttir, þroskaþjálfi og Þórarinn Hannesson, íþróttakennari og stefna að því að halda aðra Ævintýraviku í júlí.
Hér má sjá nokkrar myndir frá síðasta degi Ævintíravikunnar, eins og sjá má skemmtu börnin sér hið besta.

.

.

.

.

.

.
Myndir: UMF Glói