Nokkrar stórvirkar vinnuvélar hafa verið að flytja stórgrýti í fjöruna á Hofsósi.

Fréttaritari trölla.is brá sér á staðinn og fékk upplýsingar hjá starfsmanni Vinnuvéla Símonar ehf.

Um er að ræða grjót sem kom upp úr hitaveitu- og ljósleiðaraskurði á staðnum. Grjótinu er hlaðið upp ofarlega í fjörunni og verður þannig til taks þegar að því kemur að byggja grjót- varnargarð sunnan við höfnina, sem hækkandi sjávarmál kemur til með að kalla á í framtíðinni.