Lögreglan á Norðurlandi eystra vil vekja athygli á athugasemd veðurfræðings vegna veðurs næstu sólarhringa.

“Útlit fyrir norðan hvassviðri eða storm á morgun með snjókomu á norðurhelmingi landsins og jafnvel stórhríð á köflum norðanlands. Kólnar í veðri. Svipuð norðanátt áfram á fimmtudag og lægir ekki svo um munar fyrr en eftir hádegi á föstudag. Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 01.12.2020 10:01” https://www.vedur.is/vidvaranir

Íbúar eru hvattir til að fara varlega og fylgjast vel með á vedur.is og vegagerdin.is.

Mynd af facebooksíðu lögreglunnar