Vegna vætutíðar í sumar hefur vinna við byggingu golfskála Siglogolf á Siglufirði tafist, og er verkið komið talsvert fram úr kostnaðaráætlun. Ákveðið var vegna þessa og annarra þátta, að fresta framkvæmdum um sinn og endurmeta stöðu verksins á næstu dögum. Engu að síður er stefnt að því að klára húsið að utan í haust, og ganga svo frá að innan þegar sumarverkum lýkur. Þetta kom fram í samtali við Kristbjörgu Eddu Jóhannsdóttur.
Golfskálinn er þó opinn fyrir fólk sem stundar golf og Egill ( Skarðsjarl ) Rögnvaldsson er oftast þar þegar vel viðrar og selur veitingar.
Skálinn er hið glæsilegasta hús, og verður mikil og góð aðstaða fyrir golfara o.fl.
Frétt: Gunnar Smári Helgason
Myndir: Kristín Sigurjónsdóttir