Á fundi byggðarráðs Húnaþings vestra þann 11. janúar 2021 var samþykkt að skipa starfshóp um framtíðarsýn íþrótta- og útivistarsvæðisins í Kirkjuhvammi sem hefði það hlutverk að koma með tillögur að framtíðarnýtingu svæðisins sem rúmast skuli innan gildandi deiliskipulags. Jafnframt er starfshópnum gert að koma með tillögu að forgangsröðun verkefna á svæðinu.
Starfshópurinn óskar eftir víðtæku samráði til að fá sem flest sjónarmið varðandi íþrótta- og útivistarsvæðið til að móta megi framtíðarsýn sem flestir íbúar Húnaþings vestra geti unað vel við.
Að því sögðu óskar starfshópurinn eftir samráði við ykkur.
Íbúum Húnaþings vestra er boðið að senda inn tillögur í gegnum ábendingarhnapp á forsíðu.
Einnig er hægt að smella hér:
Kirkjuhvammur Tillögur
Hér má finna gildandi deiliskipulag fyrir Kirkjuhvamm;
Deiliskipulag UPPDRÁTTUR
Deiliskipulag GREINAGERÐ
Breyting á deiliskipulagi – Smáhýsi