Um helgina stóð stjórn blakdeildarinnar Kormáks í Húnaþingi vestra fyrir æfingabúðum.
Hilmar Sigurjónsson, fyrrum landsliðsmaður í blaki og margreyndur þjálfari, kom til Hvammstanga og þjálfaði á samtals fjórum æfingum.
Ein æfing var fyrir 5. – 7. bekk og síðan voru þrjár tveggja tíma æfingar fyrir 8. bekk og eldri.
Allir tóku vel á því og voru alsælir með lærdóm helgarinnar.
Stjórn blakdeildarinnar þakkar Hilmari kærlega fyrir komuna. Það er verðmætt fyrir deildina að hafa aðgengi að manneskju með svona mikla þekkingu og reynslu á greininni.
Myndir: Blakdeildin Kormákur