Laugardaginn 2. júní klukkan 16:00 fær Knattspyrnufélag Fjallabyggðar lið Sindra frá Höfn í Hornafirði í heimsókn á Ólafsfjarðarvöll.
Bæði lið hafa spilað þrjá leiki og hefur KF tapað 2 og unnið 1 og er því með 3 stig í 6. sæti deildarinnar. Sindri hefur aftur á móti tapað öllum þremur leikjum sínum og situr því á botni deildarinnar með 0 stig.
2 nýjir leikmenn KF munu spila sinn fyrsta leik á Ólafsfjarðarvelli og eru það Christopher Thor Oatman sem kemur frá Kanada og Jordan Damachoua sem kemur frá Frakklandi. báðir spiluðu þeir síðasta leik gegn Einherja og litu þeir mjög vel út.
Sjómannadagshelgin verður í fullum gangi á Ólafsfirði þessa helgina og verður margt um manninn. Leikurinn fellur vel inn í dagskránna og ætti fólk hiklaust að mæta á völlinn og styðja KF til sigurs.
Aðgangseyrir er 1500 kr. Sjoppa verður á staðnum þar sem verður hægt að kaupa sér Kaffi, gos, pizzur og allskonar góðgæti. Ársmiðahafar geta farið inn í vallarhúsið í hálfleik og fengið sér Kaffi og léttar veitingar frá Aðalbakaranum á Siglufirði.
Mynd: Guðný Ágústsdóttir
Frétt fengin af facebooksíðu: Knattspyrnufélags Fjallabyggðar