Karlalið Blakfélags Fjallabyggðar spilaði í gær sinn fyrsta leik síðan liðið vann Hamar í 1. deild þann 8. mars 2020 en það er síðasti tapleikur Hamars í mótsleik.
Það voru Völsungar sem komu í heimsókn og spilað var í íþróttahúsinu á Ólafsfirði.
Leikurinn var hluti af Norðurlandsmóti karla í blaki sem búið er að setja upp.
Liðin spiluðu fimm hrinur upp í 25 stig þar sem Völsungur vann fyrstu og þriðju hrinuna en BF sigraði hinar þrjár hrinurnar.
Það var mikil ánægja hjá öllum að fá loksins tækifæri til að spila blakleik og vonandi spilar liðið fljótlega aftur leik í þessu móti.
Meðfylgjandi myndir eru annars vegar hópmynd af liðunum og hins vegar liðsmynd af BF liðinu.
Myndir/BF