Fyrsti Vetrardagur er fyrsti dagur Gormánaðar, fyrsta mánaðar vetrarmisseris Íslenska misseristalsins. og er því í dag laugardaginn 22. október 2022.
Hann ber ætíð eins og Gormánuð sjálfan upp á fyrsta laugardag að lokinni síðust viku sumarmisseris þeirrar 26. eða 27. viku sumars sé um Sumarauka að ræða á tímabilinu 21. til 27. október nema í rímspillisárum þá 28. október. Frá 16. öld til þeirrar 19. var hann bundinn við föstudag en því þá breytt yfir á laugardag eins og hann er í dag.
Líkt og Sumardagurinn fyrsti var hann messudagur fram til ársins 1744. Í rímtali Arngríms Jónssonar lærða og Guðbrands Þorlákssonar biskups er Gormánuður kallaður Slátrunarmánuður. Sem þó er líkt og flest mánaðanöfnin í Snorra-Eddu ekki eiginleg nöfn mánaðanna heldur frekar lýsing á hvaða verk voru helst unnin í viðkomandi mánuði eða veðra að vænta.
Enda hefst vetrarmisserið að aflokinni sláturtíð og síðasti dagur hennar þann 1. nóvember og sá dagur kallaður Sviðamessa. Oft var haldið sérstaklega upp á sviðamessu með tilheyrandi sviðaáti sem og öðrum þeim mat sem þá var ferskur eftir sláturtíðina og tíðkast sá siður víða enn þann dag í dag þótt ekki fari eins mikið fyrir honum og áður fyrr. Var tilstandi á þessum tvennum tímamótum oft slegið saman í eina hátíð með tilheyrandi veislumat.
Heimild//islensktalmanak.com