Gamli kirkjugarðurinn á Siglufirði er ekki sá auðveldasti þegar kemur að umhirðu enda brattur og mörgum þungur yfirferðar.

Sumarið 2018 tóku þau Guðrún Hauksdóttir og Steingrímur Óli Hákonarson að sér umhirðu kirkjugarðanna á Siglufirði, bæjarbúum og brottfluttum til mikillar ánægju.

Þau hafa unnið að þessu kröfuharða verkefni af miklum dugnaði, gamli kirkjugarðurinn sem kominn var í mikla órækt þegar þau tóku við er virkilega fallegur og Siglufirði til sóma.

Þess má einnig geta að þau hafa boðið upp á að planta sumarblómum á leiði fyrir aðstandendur og sjá um umhirðu á þeim yfir sumartímann.

Hér koma nokkrar myndir sem teknar voru í garðinum um helgina.



Myndir/Kirkjugarðar Siglufjarðar