Lítið fyrirtæki á Akureyri sem er rétt að skríða í að verða þriggja mánaða, TraustVal ehf, betur þekkt sem Sorptunna.is hefur nú afhent fyrsta hluta af styrk til góðgerðarfélags á Akureyri.

Þetta litla fyrirtæki sérhæfir sig í þrifum á ruslatunnum og ákvað um miðjan nóvember að gefa til samfélagsins sem þakklætisvott fyrir góðar viðtökur á markaðinum á þessum annars svo erfiðum tímum.

Þetta unga og litla fyrirtæki gefur 25% af þrifum á tunnum frá 15. nov til 20. des.

Þrifin eru aðal innkoma fyrirtækisins og er nú þegar búið að afhenda nóvember afraksturinn til þess góðgerðarfélags sem fylgjendur á facebook völdu.

Fylgendurnir völdu Matargjafir á Akureyri og nágrenni.

Til að panta þrif á sorptunnum má fylla út formið á sorptunna.is