Sebrakaka
- 4 egg
- 2 ½ dl sykur
- 2 ½ dl mjólk
- 250 g smjör, brætt
- 1 msk vanillusykur
- 1 msk lyftiduft
- smá salt
- 5 dl hveiti
Fyrir dökka deigið:
- 3 msk kakó
Fyrir ljósa deigið:
- 3 msk hveiti
Hitið ofninn í 180° og smyrjið 24 cm hringlaga kökuform.
Hrærið egg og sykur saman þar til blandan er ljós og létt. Bætið mjólk, smjöri, vanillusykri, lyftidufti, salti og hveiti saman við og hrærið þar til blandan er slétt og kekkjalaus. Setjið 5-6 dl af deiginu í aðra skál og hrærið kakói saman við. Hrærið 3 msk af hveiti saman við ljósa deigið.
Setjið um ½ dl af ljósa deiginu í miðjuna á bökunarforminu. Setjið síðan um ½ dl af dökka deiginu í miðjuna á ljósa deiginu í forminu. Við þetta rennur ljósa deigið út, nær köntunum. Haldið áfram að setja dökka og ljósa deigið til skiptis á þennan máta í formið og reynið að enda á ljósa deiginu.
Bakið kökuna neðarlega í ofninum í 45-55 mínútur.
Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit