Í dag klukkan 17 verður þátturinn Gestaherbergið á dagskrá FM Trölla. Palli og Helga stjórna þættinum og verður þema þáttarins í dag höfuðborgir.

Mörg lög og margir textar hafa verið samdir um höfuðborgir. Því er um að gera að rifja upp eitthvað af þeim og heyra.

Tónlistarhorn Juha ætti að vera á sínum stað og einnig kíkja þau á fréttir líðandi stundar.

Myndin efst í fréttinni er tekin á Vodno fjalli í Norður Makedóníu og er séð þar yfir höfuðborgina Skopje. Uppi á sama fjalli er þessi kross sem á íslensku myndi kallast þúsaldarkrossinn (Millennium Cross), 66 metra hár stálgrindarkross sem byggður var árið 2002 sem minnisvarði um 2000 ára kristni í Makedóníu og til að heiðra biblíugreinar þar sem vitnað er í boðunarstarf heilags Páls á svæðinu.


Árið 1963, þann 26. júlí klukkan 05:17 að morgni reið yfir jarðskjálfti í Skopje. Skjálftinn var að stærðinni 6,1 á Richter kvarða sem er gríðar öflugur skjálfti.


Dágóður hluti lestarstöðvarinnar hrundi ásamt fjöldanum öllum af öðrum húsum.  Um leið og jarðskjálftinn hafði gengið yfir var neyðarviðbragðsáætlun virkjuð til að veita tafarlausa aðstoð á viðkomandi svæðum. Jarðskjálftinn varð til þess að um 1.070 manns fórust , yfir 3.000 slösuðust og 150.000 urðu heimilislausir.


Hérna sést aðal klukkan sem stóð á miðju gólfi lestarstöðvarinnar þegar skjálftinn reið yfir klukkan 05:17. Þá rofnaði raflína að húsinu sem gerði klukku þessa óvirka. Ekki hefur verið átti við vísana á henni síðan.

Í gömlu lestarstöðinni, sem enn stendur þrátt fyrir skjálftann stóra, í Skopje er safn til minningar um jarðskjálftann.

Missið ekki af þættinum Gestaherbergið, sem vonandi verður skjálftalaus, á FM Trölla frá klukkan 17:00 til 19:00 í dag.

FM Trölli er á FM 103.7 MHz á Tröllaskaga, í Skagafirði og á Hvammstanga og nágrenni.

Einnig má hlusta á netinu, hér á trolli.is, í Spilaranum t.d. í Apple TV og ýmsum nýrri sjónvarpstækjum, á vefsíðunni radio.garden og á tunein.com

Minnum einnig á skip.trolli.is sem er sérstakur lágbitastraumur fyrir minni netsambönd.