Mjólk er góð með kökum og kleinum segir í kvæðinu. Og að drekka mjólk og borða kleinur þegar hlustað er á FM Trölla er líklega með því betra sem hægt er að gera.

Það verður Tina Turner þema í Gestaherberginu í dag. Þáttarstjórnendur eru ekki enn búnir að velja öll lögin sem þeir ætla að spila í dag svo ef þú vilt koma óskalagi í þáttinn þá getur þú farið inn á Facebooksíðu Gestaherbergisins og sett þar inn beiðni um óskalag, að því gefnu að Facebook virki. Athugið að heppilegt er að hafa kleinur nálægt sér við að velja sér óskalag.

Annars verður þátturinn ósköp venjulegur; það veit enginn hvað gerist í honum… frekar en venjulega.

Ekki gleyma að hlusta á þáttinn á FM Trölla og á trolli.is

FM Trölli næst á FM 103.7 í Eyjafirði, á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum trolli.is.

Á vefsíðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is