Krákan situr á steini

Komdu að syngja og dansa við norræn þjóðlög!

Laugardagur 3. ágúst kl. 10:30-11:30 í Ólafsfjarðarkirkju

Tónlistarsamverustund fyrir börn, unglinga, foreldra, afar og ömmur á öllum aldri með fiðlu- og tónmenntakennaranum Diljá Sigursveinsdóttur.

Allir velkomnir!

– – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – –

Laugardagur 3. ágúst kl. 12:00 -14:00

Ólafsfirðingurinn María Bjarney Leifsdóttir leiðir gesti inn í leyndardóma hinnar töfrandi flóru landsins. Létt ganga upp grösugan Árdalinn eftir kindagötu. Á leiðinni leynast sveppir og fjallagrös.

Allir velkomnir!

– – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – –

Dvalarheimilið  Hornbrekka

Laugardagur 3. ágúst kl. 15:30 

Venju samkvæmt flytja listamenn úrval af dagskrá Berjadaga. Sópransöngkonan Hanna Þóra Guðbrandsdóttir heimsækir Hornbrekku að þessu sinni.

Allir velkomnir!

– – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – –

Ítalskt og rússneskt kvöld!

Laugardagur 3. ágúst kl. 20:00 í Menningarhúsinu Tjarnarborg

Nú er komið að uppfærslu á óperu í Menningarhúsinu Tjarnarborg! Einvalalið íslenskra söngvara flytur fyrsta þátt La Traviata eftir Giuseppe Verdi. Óperan verður flutt í sviðsuppfærslu undir styrkri stjórn hollenska píanóleikarans David Bollen sem situr við flygilinn. Með aðalhlutverk fara Sigrún Pálmadóttir, Elmar Gilbertsson, Jón Þorsteinsson og Ágúst Ólafsson og ásamt þeim kemur fram glæsilegur einsöngvarakór. Óperuflutningurinn tekur um 25 mínútur og seinni hluti kvöldsins helgast af rússneskum og ítölskum galsa. Þegar galsinn færist í aukana getur ýmislegt óvænt gerst og einsöngvarar á borð við hina rússneskættuðu Nathalíu Druzin Halldórsdóttur stíga á svið.

Einsöngvaralið og óperukór Berjadaga skipa Ágúst Ólafsson, Björg Jóhannesdóttir, Diljá Sigursveinsdóttir, Edda Björk Jónsdóttir, Elfa Dröfn Stefánsdóttir, Elmar Gilbertsson, Guðrún Ösp Sævarsdóttir, Halla Ólöf Jónsdóttir, Hanna Þóra Guðbrandsdóttir, Hugi Jónsson, Ingrid Nugteren, Jana Salóme Ingibjargardóttir, Jón Þorsteinsson, Lilja Gísladóttir, Nathalia Druzin Halldórsdóttir, Ólafur Rúnarsson, Sigrún Pálmadóttir, Tómas Haarde, Þóra Björnsdóttir og Örvar Már Kristinsson.

Stakur aðgöngumiði: 4.000 kr. / Hátíðarpassi: 8.500 kr.

 

Allt um Berjadaga má finna hér