Gestaherbergið verður á dagskrá FM Trölla í dag.

Það eru Helga og Palli stjórna þættinum líkt og venjulega.

Í dag er haustþema hjá þeim svo að lög og hljómsveitir tengd haustinu fá að heyrast í þættinum.
Áhættulagið verður á sínum stað, tónlistarhorn Juha verður líklega á sínum stað og vonandi verður Mundi á sínum stað. Það gæti þó alveg verið að hann laumist í heimsókn til okkar.

Fylgist með þættinum Gestaherbergið á FM Trölla á þriðjudögum frá kl. 17:00 til 19:00

Myndin er tekin 1. október nálægt vegamótum E134 og 13 í sveitarfélaginu Ullensvang í Noregi. Þar er þetta þorp sem heitir Skare.
Þorpið er staðsett um 15 km beint suður af bænum Odda og um 5 km norðvestur af þorpinu Seljestad. Þorpið er við vegamót norska þjóðvegar 13 og Evrópuleiðar E134 . Skarekirkja er í þorpinu. 
Í þorpinu búa um 333 íbúar (2019). Espelandsfossen er mjög nálægt en hann er liggur um 1,5 kílómetra norður af þorpinu, rétt við þjóðveg 13.



FM Trölli næst á FM 103.7 í Eyjafirði, á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum trolli.is.

Á vefsíðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is