Helga og Palli opna Gestaherbergið í dag klukkan 17:00 og verður það opið til klukkan 19:00.
Í dag ætla þau að vera með hundaþema. Þau munum spila lög sem tengjast hundum og mjög líklega kemur fyrst upp í huga hvers þess sem þetta les lagið Who let the dogs out.
Áhættulagið verður á sínum stað, tónlistarhorn Juha einnig og svo munu þau líklega finna einhvern skemmtilegan og jafnvel nytsamlegan fróðleik um hunda og lesa upp í þættinum.
Á myndinni sést 11 ára gamli hundurinn Erro sem á heima í Mosfellsbæ en hann hlustar oft á þáttinn Gestaherbergið á FM Trölla 103,7 MHz. Reyndar næst Trölli ekki í Mosfellsbæ á FM en Erro hlustar nefnilega hér á síðunni trölli.is
Á vefsíðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.
Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta
Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is