Síðustu vikur hefur lögreglan á Norðurlandi vestra heimsótt hressa krakka í nokkrum skólum ásamt því að hafa fengið krakkana í heimsókn til sín á stöðina.
Lögreglan segir á facebooksíðu sinni:
“Þau eru dugleg að spyrja spurninga og velta hlutunum vel fyrir sér, sem við reynum að svara eftir okkar bestu getu.
Vangaveltur voru um það hvort bófarnir gætu grafið sig út úr klefunum og hvort aðalvarðstjórinn okkar væri með ekta gulltönn.
Við erum alltaf ánægð að fá að hitta hressa og áhugasama krakka og minnum foreldra á að tala um lögregluna sem bandamenn en ekki nota okkur sem „grýlu“.
Myndir/ lögreglan