Greint er frá því á vef Knattspyrnufélags Fjallabyggðar að KF strákarnir hófu æfingar loksins á Ólafsfirði núna á mánudaginn og er mikil gleði í hópnum að æfa loksins heima! KF hefur þurft að æfa inná Akureyri bæði í boganum og svo núna þegar fór að vora á KA-svæðinu.
Ég heyrði í einum bæjarbúa og sagði hún að sumarið væri ekki komið fyrr en hún sæi strákana æfa á Ólafsfjarðarvelli.
Völlurinn hefur litið betur út á þessum árstíma, en undanfarnar vikur hefur verið unnið hörðum höndum að koma vellinum í gott stand fyrir komandi leik á laugardaginn 2. júní.
KF leikur gegn Sindra frá Höfn í Hornafirði á laugardaginn kl 16:00. Þetta er sjómannadagsleikur og vona strákarnir svo sannarlega að sjá sem flesta gera sér góðan dag og styðja þá til sigurs!

Svona leit völlurinn út 21. apríl 2018. Mynd: Gunnar Smári Helgason

Knappspyrnuvöllur Ólafsfjarðar. Mynd: Gunnar Smári Helgason

Völlurinn í dag