Til leigu er íbúð að Beykidal 10 í Njarðvík. Íbúðin leigist út í eitt ár, frá 1. ágúst 2021 – 1. ágúst 2022.
Ef íbúðin fer í áframhaldandi leigu á leigjandi forleigurétt. Íbúðin leigist án húsgagna.
Trygging: Tveggja mánaða trygging/bankaábyrgð. Aðeins reglusamir og reyklausir leigjendur koma til greina.
Leiguupphæð 200.000 á mánuði. Hússjóður greiðist af leigusala, hiti og rafmagn af leigutaka.
Nánari upplýsingar veitir Kristín Magnea Sigurjónsdóttir, netfang ksig58@gmail.com eða í síma 892 7755.
Íbúðin er 4ja herbergja endaíbúð á fyrstu hæð, stór sér verönd og sérinngangur. Íbúðin skiptist í þrjú svefnherbergi, stofu, baðherbergi, eldhús og þvottahús/geymsla innan íbúðar. Íbúðin er vel staðsett í nýlegu hverfi innri Njarðvíkur í Reykjanesbæ, góð aðkoma. Húsið er byggt 2008 fallegt og fjölskylduvænt hús. Leikvöllur í bakgarði. Íbúð er skráð 115,6 fm.
Nánari lýsing:
Komið er inn í flísalagt anddyri með fataskáp og þar á hægri hönd er flísalagt og rúmgott þvottahús sem einnig er geymsla íbúðarinnar. Millihurðin er með fallegum litlum gluggum og komið er inn í rúmgóða stofu.
Eldhús, borðstofa og stofa eru í björtu og rúmgóðu alrými. Frá stofu er útgengt á verönd. Í eldhúsi eru tveir gluggar, gólfið flísalagt og innrétting sem er hvítlökkuð með háglans áferð. Innbyggður ísskápur, harðplast í borðplötum, og flísalagt á milli innréttinga með ljósum flísum.
Á svefnherbergisgangi eru þrjú herbergi og baðherbergi. Barnaherbergin eru tvö, bæði með fataskápum. Hjónaherbergið er rúmgott með mjög góðu skápaplássi. Baðherbergi með ljósum flísum, fallegri hvítri innréttingu, upphengdu salerni og walk in sturtu. Harðparket er á stofu, borðstofu, gangi og herbergjum. Flísar eru á anddyri, þvottahúsi/geymslu, eldhúsi og baðherbergi.
Myndir/ Fold fasteignasala