Gló-brauðið
- 2½ dl gróft spelt
- 2½ dl fínt spelt
- 1 dl sesamfræ
- 1 dl sólblómafræ
- 1 dl kókosmjöl
- 1 dl saxaðar hnetur
- 1 msk vínsteinslyftiduft
- ½ tsk salt
- 2-3 msk hunang
- 2-2½ dl sjóðandi vatn
- 1 msk sítrónusafi
Hitið ofninn í 180°. Blandið þurrefnunum saman í skál + hunang, hellið vatni og sítrónusafa út í og hrærið þessu saman. Skiptið í tvennt, setjið í tvö meðalstór smurð form eða eitt í stærra lagi. Bakið við 180°í um 30 mín, takið brauðið úr forminu og haldið áfram að baka í 10 mínútur.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit