Göngu­deild SÁÁ á Ak­ur­eyri verður lokað um óákveðinn tíma frá og með 1. mars. Ekki hafa náðst samn­ing­ar milli SÁÁ og Sjúkra­trygg­inga Íslands en starf­sem­in var tryggð í fjár­lög­um í nóv­em­ber.

Hörður Odd­fríðar­son, dag­skrár­stjóri göngu­deild­ar­inn­ar, staðfest­ir þetta í sam­tali við Frétta­blaðið.

Hann seg­ist hafa fengið fyr­ir­mæli frá fram­kvæmda­stjórn SÁÁ. Sam­tök­in hafi ekki efni á að halda úti starf­sem­inni í eig­in reikn­ingi.

SÁÁ hóf starfemi sína á Akureyri 1993 en greint var frá því í janú­ar á síðasta ári að göngu­deild­inni yrði lokað en ekk­ert varð af lok­un­inni.

Hilda Jana Gísla­dóttir, bæjar­full­trúi Sam­fylkingarinnar á Akur­eyri, sagði í á facebooksíðu sinni  að málið væri „ömur­legt“ í alla staði. „Ég er svo svekkt, sár og reið yfir þessu máli að ég gæti hrein­lega öskrað. Í al­vöru hvernig getur þetta gerst?“

Sagði hún einnig: “Í framhaldi af umræðum um lokun göngudeildar SÁÁ á Akureyri þá er líka rétt að vekja athygli á því að það er raunverulegur möguleiki á því að göngudeild SÁÁ í Reykjavík verði líka lokað af sömu ástæðum, þ.e.a.s. deilum milli Sjúkratrygginga Íslands og SÁÁ”.