Göngum í skólann www.gongumiskolann sem verður sett í sautjánda sinn miðvikudaginn 6. september nk. og lýkur formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 4. október (www.iwalktoschool.org). Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni sína til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni.

Á hverju ári taka milljónir barna í yfir 40 löndum víðs vegar um heiminn þátt í Göngum í skólann með einum eða öðrum hætti. Hér á landi hefur þátttakan vaxið jafnt og þétt. Fyrsta árið voru þátttökuskólarnir 26 en alls skráðu 84 skólar sig til leiks árið 2022.

Grunnskóli Fjallabyggðar tekur þátt í  átakinu og er markmið verkefnisins að hvetja börnin til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka um leið færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Eru allir nemendur sem og starfsfólk grunnskólans hvött til að taka þátt og ganga eða hjóla í skólann þessa daga. 

Heilsueflandi Fjallabyggð hvetur foreldra og börn til að nýta góða veðrið og ganga eða hjóla í skóla og vinnu.

Vegfarendur eru sömuleiðis beðnir um að sýna sérstaka aðgát í umferðinni og taka tillit til skólabarnanna. Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að tryggja að börnin þeirra séu vel sýnileg á leið sinni til og frá skóla.

Á heimasíðu Göngum í skólann www.gongumiskolann.is eru allar nánari upplýsingar um verkefnið en þar má m.a. finna skemmtilegar útfærslur nokkurra skóla á Íslandi á verkefninu. Einnig er hægt að hafa samband við Lindu Laufdal verkefnastýru verkefnisins á linda@isi.is.

Á vef samgöngustofu má finna frábær myndbönd um umferðaröryggi https://www.umferd.is/nemendur/5-7-bekkur/leikir/myndbond

Ágrip af sögu verkefnisins