Lagt fram erindi á 787. fundi bæjarráð Fjallabyggðar f.h. íbúa- og starfsmanna á Hornbrekku.
þar var óskað er eftir heimild til að kaupa gróðurhús frá Bambahús sem staðsett yrði fyrir utan Hornbrekku. Mikill áhugi er fyrir því að rækta plöntur og matjurtir og margir íbúanna með græna fingur og hefur sú umræða vaknað reglulega hversu gott það væri ef við ættum gróðurhús til að mæta þessum áhuga.
Bæjarráð samþykki að gróðurhúsið verði tekið inn í Hátindsverkefnið og bæjarstjóra falið að ganga frá kaupunum f.h. sveitarfélagsins.
Um 200 manns mættu á opnun Hátinds 60+
Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir fengin til liðs við Hátind 60+