Á vef Veðurstofu Íslands segir að vestlæg átt verði með 5-10 m/s og skýjað að mestu, en úrkomulítið. Gengur í suðvestan 13-23 m/s, hvassast norðvestantil, og fer að rigna í nótt. Talsverð rigning um vestanvert landið á morgun og útlit fyrir hríð á fjallvegum norðanlands fram eftir morgni
Á vef Vegagerðarinnar varar veðurfræðingur við hviðum 30 til 35 metrum á sekúndu með suðvestanáttinni í Ísafjarðadjúpi. Verst verða þær frá kl. 7 til 10. Eins verða sviptivindar á Öxnadalsheiði fyrir hádegi og vestantil í Eyjafirði.
Reiknað er með hríðarkófi á Vatnsskarði og Öxnadalsheiði frá því seint í nótt og fram á morguninn þegar nær að hlána. Hvasst verður um norðvestanvert landið framan af morgundeginum en gul viðvörun er í gildi.
Á laugardag:
Norðan og norðvestan 8-15 m/s og skúrir, en síðar él, á Norður- og Austurlandi, en léttskýjað sunnantil á landinu. Hiti 0 til 9 stig, hlýjast með Suðurströndinni.
Mynd: Kristín Sigurjónsdóttir