Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri Fjallabyggðar hefur óskað eftir lausn frá störfum og er hans síðasti vinnudagur í dag. Gunnar tók við starfi bæjarstjóra í Fjallabyggð þann 29. janúar 2015.
Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála, staðgengill bæjarstjóra, tekur við starfi bæjarstjóra um sinn.
Starfslokasamningur Gunnars verður lagður fyrir bæjarráð í næstu viku.
Bæjarráð Fjallabyggðar skipa:
Helga Helgadóttir formaður, D lista,
Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista,
Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista,
Auk þeirra hafa jafnan setið fundi bæjarráðs:
Gunnar Ingi Birgisson fráfarandi bæjarstjóri,
Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála.
Stefnt er að því að bæjarstjórastaðan verði auglýst til umsóknar eftir áramótin.