Í Tekjublaði DV kemur fram að Gunnar Ingi Birgisson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, er ofarlega á lista yfir hæst launuðu sveitarstjórnarmenn landsins, með 2.34 milljónir í mánaðarlaun.
Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, er hæstur með 2.65 milljónir.
Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson er með 1.92 milljónir í laun.
Lágmarkslaun fyrir fullt starf samkvæmt kjarasamningi VR eru nú 300.000 kr.
Flestir bæjarstjórar á Íslandi eru með hærri laun en borgarstjórar London og New York borga.
Í Fjallabyggð búa ríflega 2.000 manns, en í New York borg eru íbúar, sem er um 4.000 sinnum fleiri en í Fjallabyggð, eða um 8 milljónir
Heimildir: mbl.is, stundin.is, dv.is