Óvissustig vegna snjóflóðahættu er í gildi í Ólafsfjarðarmúla og á Siglufjarðarvegi.

Flughálka er á helstu leiðum á Norðurlandi og eitthvað um hálku, hálkubletti og krapa.

Öxnadalsheiði er lokuð vegna flughálku og mikils vinds. Næstu upplýsingar kl 10:00.

Sunnan og suðvestan hvassviðri eða stormur er á landinu í dag, en heldur hægari sunnan heiða.

Að mestu þurrt á NA- og A-landi en rigning í öðrum landshlutum, einkum V-lands. Dregur úr vindi fyrir norðan um kvöldið. Hiti 3 til 10 stig, hlýjast A-lands.

Suðvestlæg átt, 8-15, en hvassari á stöku stað. Skúrir eða él, en úrkomulítið A-lands. Kólnandi veður, hiti um frostmark seinnipartinn.

Skjáskot/Vegagerðin