Lögð voru fram minnisblöð deildarstjóra tæknideildar og slökkviliðsstjóra á 808. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar vegna ástands Vetrarbrautar 21-23 á Siglufirði.
Bæjarráð þakkaði slökkviliðsstjóra og deildarstjóra tæknideildar fyrir þeirra minnisblöð og tekur undir áhyggjur um bágt ástand fasteignarinnar og hættu sem það kann að skapa.
Bæjarráð beinir því til byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra að í málsmeðferð verði farið í hvívetna eftir leiðbeiningum Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar um aðgerðir til að knýja fram úrbætur frá árinu 2020.
Samkvæmt framkomnum upplýsingum frá eiganda hússins þá er fyrirhugað að fara í úrbætur næsta vor. Eigandinn telur að búið sé að tryggja þak hússins með þeim hætti að það valdi ekki frekara tjóni. Þá er einnig fyrirhugað að ráðast í bráðabirgðaaðgerð á strompi hússins.
Sjá fylgigagn: HÉR
“Kórónan” tekin niður